Innlent

Líkams­á­rás, slags­mál og glasi fleygt í lög­reglu­bíl

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
lögga miðbærinn
vísir/kolbeinn tumi

Þrír voru hand­teknir í mið­bænum í nótt vegna of­drykkju og slags­mála á skemmtana­lífinu. Einnig var til­kynnt um tvær líkams­á­rásir, aðra í mið­bænum en hina í Laugar­dalnum.

Annað kvöld hins endur­reista nætur­lífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lög­regla varla að hafa nokkur af­skipti af fólki í mið­bænum í fyrri­nótt þegar skemmti­staðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gær­kvöldi og í nótt.

Í dag­legri frétta­til­kynningu lög­reglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu út­köllum sem eiga það til að fylgja skemmtana­lífinu á verstu nóttum.

Mikil drykkja

Óskað var eftir að­stoð lög­reglu inni á ó­nefndum skemmti­stað í mið­bænum klukkan eitt í nótt vegna ofur­ölvi manns sem lét ó­frið­lega og veittist að gestum og gangandi. Hann var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa í nótt.

Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lög­regla kölluð út vegna líkams­á­rásar í mið­bænum. Ekki er greint frá því hvernig því út­kalli lauk en í til­kynningu frá lög­reglunni er minnst á að önnur líkams­á­rás hafi verið til­kynnt í Laugar­dalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu.

Aftur var síðan óskað eftir að­stoð lög­reglu inni á skemmti­stað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slags­mála. Einn var hand­tekinn vegna málsins og er hann vistaður í fanga­klefa vegna málsins.

Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var ein­stak­lingur hand­tekinn í mið­bænum eftir að hafa hent glasi í lög­reglu­bif­reið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lög­regla segir við­komandi hafa verið ofur­ölvi og að hann hafi verið vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Í gær­kvöldi var í tví­gang til­kynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um inn­brot. Einnig var tals­vert um að lög­regla stöðvaði öku­menn sem eru grunaðir um akstur undir á­hrifum.


Tengdar fréttir

Við­töl af djamminu: „Fokk Covid“

Mikil gleði og léttir ein­kenndu and­rúms­loftið í mið­bænum í nótt þegar frétta­menn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við.

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×