Líkamsárás, slagsmál og glasi fleygt í lögreglubíl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 07:54 vísir/kolbeinn tumi Þrír voru handteknir í miðbænum í nótt vegna ofdrykkju og slagsmála á skemmtanalífinu. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir, aðra í miðbænum en hina í Laugardalnum. Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00