Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf segjum við frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka framlög til heilbrigðismála.

Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu.

Þá segjum við frá því að bandaríski braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi.

Mikil veðurblíða hefur verið á Austurlandi að undanförnu. Við tökum stöðuna á Egilsstöðum og Seyðisfirði.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×