Innlent

Hrotta­leg hópslags­mál í mið­bænum í nótt

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hópslagsmálin brutust út um klukkan korter í fimm í nótt.
Hópslagsmálin brutust út um klukkan korter í fimm í nótt. skjáskot/elfgrimetiktothetok

Hópslags­mál brutust út meðal ungra pilta í mið­bænum í nótt. Mynd­band af at­vikinu hefur gengið um sam­fé­lags­miðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni.

Álf­grímur Aðal­steins­son var á leið heim af skemmtana­lífinu í nótt en skemmti­staðir í bænum eru ný­farnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar sam­komu­tak­markanir voru felldar niður.

Þegar hann gekk niður að Lækjar­torgi blasti hins vegar við honum ó­skemmti­leg sjón líkt og öðrum veg­far­endum mið­bæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt.

Sparka í höfuð liggjandi manns

Þar höfðu brotist út hópslags­mál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni.

Veg­far­endum var greini­lega mjög brugðið við þetta en Álf­grími tókst að mynda hluta slags­málanna. Hann hefur sent mynd­bandið á lög­regluna í gegn um Face­book, sem hefur enn ekki svarað honum.

Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. 

Mynd­bandið birti Álfgrímur einnig á sam­fé­lags­miðlinum TikTok en hann heldur úti afar vin­sælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér:

@elfgrimetiktothetok

uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi

original sound - elfgrime



Fleiri fréttir

Sjá meira


×