Golf

Besti árangur Íslendings á Evrópumóti einstaklinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Snær lék samtals á 13 höggum undir pari.
Aron Snær lék samtals á 13 höggum undir pari. David Cannon/R&A/R&A via Getty Images

Aron Snær Júlíusson, 24 ára kylfingur úr GKG, náði um helgina besta árangri sem Íslendingur hefur nokkurn tímann náð á Evrópumóti einstaklinga hjá áhugakylfingum í Frakklandi.

Leiknir voru fjórir hringir, en Aron spilaði á samanlegt 13 höggum undir pari og hafnaði í fimmta sæti.

Það var Daninn Christoffer Bring sem bar sigur úr býtum, en hann lék samtals á tuttugu höggum undir pari vallarins.

Aron Snær var ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt, en þeir Hákon Örn Magnússon og Kristófer Karl Karlsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×