Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 20:16 Sjúkraliði hugar að manni sem fékk hitaslag í borginni Salem í Oregon. Hitinn á svæðinu er meira en 16 gráðum yfir meðaltali þessa dagana. AP/Nathan Howard Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira