Sport

Dagskráin í dag: EM, Pepsi Max og NBA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu ná ekki að verja Evrópumeistaratitilinn eftir að liðið féll úr leik gegn Belgum í gær.
Cristiano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu ná ekki að verja Evrópumeistaratitilinn eftir að liðið féll úr leik gegn Belgum í gær. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images

Það er þéttur pakki á sportrásum okkar seinni partinn í dag. Það er gæti því verið gott að vera búinn að gera sófann klárann áður en lagt er af stað í vinnu í dag.

Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum á EM í dag. Fyrri leikur dagsins er viðureign Króata og Spánverja og hefst útsending frá honum klukkan 15:50 á Stöð 2 EM. Upphitun fyrir leikinn hefst á slaginu 15:00.

Að leik loknum verður hann gerður upp, áður en upphitun fyrir seinni leik dagsins hefst klukkan 18:30. Seinni leikur dagsins er viðureign Frakka og Svisslendinga og hefst útsending frá honum klukkan 18:50.

Báðir leikir dagsins verða svo til umfjöllunar í EM í dag klukkan 21:00.

Upphitun fyrir þrjá leiki í Pepsi Max deild karla er á dagskrá klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Áhersla verður þó lögð á Reykjavíkurslag Leiknis og Víkings sem hefst klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.

Á sama tíma verða tveir leikir á dagskrá á vefnum. Annars vegar mætast ÍA og Keflavík uppi á Skaga, og hinsvegar mætast KR og Stjarnan í Vesturbænum.

Pepsi Max Stúkan er svo á dagskrá að þessum þremur leikjum loknum þar sem þeim verða gerð góð skil.

Við endum svo daginn klukkan 00:30 þegar Phoenix Suns mætir LA Clippers í úrslitum Vesturdeildar NBA. Phoenix leiðir einvígið 3-1 og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×