Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 14:43 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla í Subway. Icelandair Hotels Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036. Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036.
Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira