Erlent

Mikill eldur á Elephant & Cast­le stöðinni í London

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða.
Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða. Slökkviliðið í London

Slökkvilið í London hefur verið kallað út vegna mikils elds á Elephant & Castle lestarstöðinni í suðausturhluta borgarinnar.

Um sjötíu slökkviliðsmenn hafa verið sendir á vettvang og á samfélagsmiðlum má sjá mikill reyk stíga til himins.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni, en lögregla hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri.

Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða.

Að neðan má sjá myndband frá slökkviliði Lundúnaborgar þar sem sjá má umfang eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×