Tónlist

Record Records vísar á­sökunum um van­efndir á bug

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Haraldur Leví er eigandi plötuútgáfunnar Record Records. Hann situr einnig í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda.
Haraldur Leví er eigandi plötuútgáfunnar Record Records. Hann situr einnig í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda. Haraldur Leví

Plötuútgáfan Record Records hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að útgáfuréttur nýjustu plötu Hipsumhaps sé ennþá í þeirra höndum. Riftun einkaleyfissamnings af hálfu hljómsveitarinnar hafi verið ólögmæt.

Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi plötuútgáfunnar segir að gerður hafi verið einkaleyfissamningur sem feli í sér töluvert meiri útgáfurétt en hefðbundinn dreifingarsamningur. Slíkum samningi sé ekki hægt að rifta einhliða og því hafi riftunin verið ólögmæt.

Hann segir það rétt sem fram hefur komið um að hljómsveitin eigi hljóðritin og tónlistina á plötunni, en segir útgáfurétt plötunnar hins vegar alfarið vera í höndum Record Records samkvæmt þeim samningi sem gerður var.

Þá telur hann plötuútgáfuna ekki hafa vanefnt þann samning með neinum hætti. Plötuútgáfan hafi jafnframt veitt hljómsveitinni aðvörun um að útgáfa plötunnar á Spotify hafi verið ólögmæt og því ætti það ekki að hafa komið henni nokkuð á óvart að platan hafi verið fjarlægð.

 „Við höfum leitað leiða til að ná samningum við hljómsveitina og ganga friðsamlega frá borði án árangurs,“ segir Haraldur.


Tengdar fréttir

Hipsumhaps gefur út nýja plötu

Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.