„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 19:22 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir vel hafa gengið að halda skipulagi þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna en afkastagetu á flugvellinum takmarkaða. „Við fjölgun farþega lengist talsvert í röðunum. Síðasta laugardag var mikill fjöldi hér og farþegar þurftu að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni,“ sagði Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þegar mest lætur nær röðin, fyrir þá sem þekkja, inn á töskuafhendingarsvæðið og hringast um allan töskusal, upp stigann og langt út í suðurbygginguna á flugstöðinni,“ sagði Arngrímur. Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega undanfarnar tvær vikur.Vísir/Sigurjón Til stendur að breyta fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum þann 1. júlí næstkomandi, sem er nú á fimmtudag. Hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19 og þá verður einnig hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins. Þeir sem ekki geta framvísað slíkum vottorðum þurfa þó áfram að framvísa neikvæðum PCR-vottorðum og mega þau ekki vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Þá þurfa þeir einnig að fara í tvær PCR-skimanir hér á landi með fimm daga sóttkví á milli. „Skipulagið verður það sama, eins og þú sást hérna þurfa þeir sem koma til landsins að framvísa vottorðum,“ sagði Arngrímur. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir vel hafa gengið að halda skipulagi þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna en afkastagetu á flugvellinum takmarkaða. „Við fjölgun farþega lengist talsvert í röðunum. Síðasta laugardag var mikill fjöldi hér og farþegar þurftu að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni,“ sagði Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þegar mest lætur nær röðin, fyrir þá sem þekkja, inn á töskuafhendingarsvæðið og hringast um allan töskusal, upp stigann og langt út í suðurbygginguna á flugstöðinni,“ sagði Arngrímur. Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega undanfarnar tvær vikur.Vísir/Sigurjón Til stendur að breyta fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum þann 1. júlí næstkomandi, sem er nú á fimmtudag. Hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19 og þá verður einnig hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins. Þeir sem ekki geta framvísað slíkum vottorðum þurfa þó áfram að framvísa neikvæðum PCR-vottorðum og mega þau ekki vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Þá þurfa þeir einnig að fara í tvær PCR-skimanir hér á landi með fimm daga sóttkví á milli. „Skipulagið verður það sama, eins og þú sást hérna þurfa þeir sem koma til landsins að framvísa vottorðum,“ sagði Arngrímur.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira