Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 20:13 Eldgígurinn á áttunda tímanum í kvöld. Hraunárnar flæða frá gígnum í miklum gusum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36