Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 23:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, gagnrýnir Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana fyrir að hafa hent leghálssýnum kvenna með einkenni leghálskrabbameins. Vísir Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. „Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
„Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira