Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 07:31 Clint Capela lagðist hálfpartinn ofan á Giannis Antetokounmpo sem meiddist eftir að hafa stokkið upp í baráttu um boltann. AP/Curtis Compton Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira