Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Skúli Þór Gunnsteinsson er formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu. Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. Nefndin kom saman í dag til að ræða viðbrögð Landssambands lögreglumanna um úrskurð nefndarinnar í Ásmundarsalarmálinu. Fjölni Sæmundssyni, formanni sambandsins, þótti nefndin teygja sig út fyrir sitt svið með því að skoða einkasamtöl lögreglumanna við rannsókn á störfum lögreglu. Hann sagði hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta væri á að einkasamtöl þeirra yrðu skoðuð við rannsókn mála. Líklega yrði farið með málið fyrir Persónuvernd. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði það svo til í morgun að nefndin kæmi saman til að taka fyrir úrskurð NEL og skoða hvort það standist lög að nefndin fjalli um einkasamtal lögreglumannanna. Jón Þór segir að NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum. Þær eru báðar sjálfstæðis, svona... framapotarar Samtal lögreglumannanna sem NEL greindi frá í áliti sínu og taldi ámælisvert var á þessa leið: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Nefndin leiðir hjá sér einkasamtöl sem snúa ekki beint að aðgerðum Í skriflegu svari til Vísis eftir fund NEL í morgun bregst Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, við þessari gagnrýni. Hann segist fagna því að Persónuvernd taki málið til skoðunar, það geti skýrt betur hlutverk og eðlilegt verklag nefndarinnar í framtíðinni. „Í upphafi skal það tekið fram að nefndin birtir ekki ákvarðanir sínar opinberlega og hlutaðist ekki til um að umrædd ákvörðun yrði birt í fjölmiðlum,“ segir Skúli. Skúli Þór er formaður NELaðsend „Nefndin bendir hins vegar á að allskonar samtöl milli lögreglumanna rata inn á upptökur lögreglu, mörg sem varða persónuleg málefni þeirra eða tal um daginn og veginn. Þessi samtöl skipta engu máli fyrir störf nefndarinnar enda leiðir nefndin þessi samtöl hjá sér. Í þessu tiltekna máli voru lögreglumennirnir að ræða saman á vettvangi um verkefnið og að mati nefndarinnar komu fram í samtalinu fordómar gagnvart þeim sem afskipti voru höfð af. Þá ræddu lögreglumennirnir um mögulega fréttatilkynningu um afskiptin. Lögreglumennirnir voru m.ö.o. ekki að ræða um persónuleg málefni.“ Hann tekur þá fram að dagbókarfærsla lögreglunnar, sem var til umfjöllunar hjá nefndinni, hafi verið til umræðu hjá lögreglumönnunum. Þeir hafi rætt það hvernig tilkynningin ætti að hljóma en eins og greint hefur verið frá sömdu lögreglumennirnir á vettvangi ekki færsluna sjálfa, þó það megi eðlilega sjá fyrir sér að sá sem semur dagbókarfærslur lögreglunnar fái upplýsingar um útköll frá þeim sem sinntu þeim. „Lögreglumönnum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir en nefndin álítur að það samræmist ekki starfsskyldum þeirra að láta sínar persónulegu skoðanir í ljós á vettvangi þó þeim sé ekki beint að þriðja aðila,“ segir Skúli. Lögregla getur átt við upptökur sínar Málið snýr allt að því þegar lögregla sendi frá sér fréttatilkynningu á aðfangadagsmorgun þar sem greint var frá útköllum næturinnar og Þorláksmessukvölds. Þar kom fram ítarleg færsla um að lögregla hefði leyst upp samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem hefðu verið um 40 til 50 manns og á meðal þeirra „hæstvirtur ráðherra“ í ríkisstjórn Íslands. Í kjölfarið kom í ljós að það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem færslan vísaði til. Einhverjir gerðu athugasemdir við hve ítarleg færslan var, þar á meðal Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og samflokkskona Bjarna. NEL tók störf lögreglu umrætt kvöld þá til umfjöllunar en við störf nefndarinnar kom í ljós að lögregla gæti átt við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur nefndin það nú til skoðunar að taka aftur upp einstök mál þar sem upptökur frá lögreglu hafa á einhvern hátt verið óvenjulegar eða þar sem hljóð vantar á þær. Skúli segir við Vísi í dag að nefndin hafi nú fengið greinargóðar skýringar á því hvernig vörslu upptaka sé háttað hjá lögreglu og hvað þurfi til að þeim sé breytt. Nefndin mun kynna sér það frekar og á enn eftir að taka ákvörðun um hvort málin verði endurupptekin. Lögreglan Persónuvernd Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Nefndin kom saman í dag til að ræða viðbrögð Landssambands lögreglumanna um úrskurð nefndarinnar í Ásmundarsalarmálinu. Fjölni Sæmundssyni, formanni sambandsins, þótti nefndin teygja sig út fyrir sitt svið með því að skoða einkasamtöl lögreglumanna við rannsókn á störfum lögreglu. Hann sagði hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta væri á að einkasamtöl þeirra yrðu skoðuð við rannsókn mála. Líklega yrði farið með málið fyrir Persónuvernd. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði það svo til í morgun að nefndin kæmi saman til að taka fyrir úrskurð NEL og skoða hvort það standist lög að nefndin fjalli um einkasamtal lögreglumannanna. Jón Þór segir að NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum. Þær eru báðar sjálfstæðis, svona... framapotarar Samtal lögreglumannanna sem NEL greindi frá í áliti sínu og taldi ámælisvert var á þessa leið: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Nefndin leiðir hjá sér einkasamtöl sem snúa ekki beint að aðgerðum Í skriflegu svari til Vísis eftir fund NEL í morgun bregst Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, við þessari gagnrýni. Hann segist fagna því að Persónuvernd taki málið til skoðunar, það geti skýrt betur hlutverk og eðlilegt verklag nefndarinnar í framtíðinni. „Í upphafi skal það tekið fram að nefndin birtir ekki ákvarðanir sínar opinberlega og hlutaðist ekki til um að umrædd ákvörðun yrði birt í fjölmiðlum,“ segir Skúli. Skúli Þór er formaður NELaðsend „Nefndin bendir hins vegar á að allskonar samtöl milli lögreglumanna rata inn á upptökur lögreglu, mörg sem varða persónuleg málefni þeirra eða tal um daginn og veginn. Þessi samtöl skipta engu máli fyrir störf nefndarinnar enda leiðir nefndin þessi samtöl hjá sér. Í þessu tiltekna máli voru lögreglumennirnir að ræða saman á vettvangi um verkefnið og að mati nefndarinnar komu fram í samtalinu fordómar gagnvart þeim sem afskipti voru höfð af. Þá ræddu lögreglumennirnir um mögulega fréttatilkynningu um afskiptin. Lögreglumennirnir voru m.ö.o. ekki að ræða um persónuleg málefni.“ Hann tekur þá fram að dagbókarfærsla lögreglunnar, sem var til umfjöllunar hjá nefndinni, hafi verið til umræðu hjá lögreglumönnunum. Þeir hafi rætt það hvernig tilkynningin ætti að hljóma en eins og greint hefur verið frá sömdu lögreglumennirnir á vettvangi ekki færsluna sjálfa, þó það megi eðlilega sjá fyrir sér að sá sem semur dagbókarfærslur lögreglunnar fái upplýsingar um útköll frá þeim sem sinntu þeim. „Lögreglumönnum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir en nefndin álítur að það samræmist ekki starfsskyldum þeirra að láta sínar persónulegu skoðanir í ljós á vettvangi þó þeim sé ekki beint að þriðja aðila,“ segir Skúli. Lögregla getur átt við upptökur sínar Málið snýr allt að því þegar lögregla sendi frá sér fréttatilkynningu á aðfangadagsmorgun þar sem greint var frá útköllum næturinnar og Þorláksmessukvölds. Þar kom fram ítarleg færsla um að lögregla hefði leyst upp samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem hefðu verið um 40 til 50 manns og á meðal þeirra „hæstvirtur ráðherra“ í ríkisstjórn Íslands. Í kjölfarið kom í ljós að það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem færslan vísaði til. Einhverjir gerðu athugasemdir við hve ítarleg færslan var, þar á meðal Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og samflokkskona Bjarna. NEL tók störf lögreglu umrætt kvöld þá til umfjöllunar en við störf nefndarinnar kom í ljós að lögregla gæti átt við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur nefndin það nú til skoðunar að taka aftur upp einstök mál þar sem upptökur frá lögreglu hafa á einhvern hátt verið óvenjulegar eða þar sem hljóð vantar á þær. Skúli segir við Vísi í dag að nefndin hafi nú fengið greinargóðar skýringar á því hvernig vörslu upptaka sé háttað hjá lögreglu og hvað þurfi til að þeim sé breytt. Nefndin mun kynna sér það frekar og á enn eftir að taka ákvörðun um hvort málin verði endurupptekin.
Lögreglan Persónuvernd Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31