Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:00 Þessir fjórir halda í vonina um að landa gullskó Evrópumótsins í knattspyrnu 2020. EPA/Samsett Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira