Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 30. júní 2021 13:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun