Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 13:13 Halldór var hægri hönd Róberts árum saman. Nú rétta þeir ekki hvor öðrum litla putta. Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans. Halldór, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, hefur skilað af sér greinargerð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar er til meðferðar dómsmál Alvogen gegn Halldóri sem er sakaður um trúnaðarbrot í starfi. Halldór tekur til varna og segir Alvogen og Alvotech hafa lekið nafni hans og heilsufarsupplýsingum til fjölmiðla. Eftir að hann steig fram sem uppljóstrari hafi honum verið sagt upp störfum. Lýsir „skæruliðahernaði“ Róberts Halldór hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í tilefni dómsmálsins og vísar til greinargerðarinnar. Um er að ræða nýjasta útspilið í deilum vinanna fyrrverandi en Halldór var um árabil aðstoðarmaður Róberts. Halldór segir Róbert, forstjóra og stjórnarformann Alvogen, hafa nýtt lykilstjórnendur lyfjafyrirtækjanna og beitt undirmenn sína þrýstingi frá árinu 2010 til að koma höggi á ýmsa í viðskiptalífinu. Róbert hafi meðal annars lekið trúnaðarupplýsingum er varða bankaleynd. Halldór segir „skæruliðahernað“ Róberts gegn á þriðja tug óvildarmanna hafa staðið yfir í ellefu ár, sem hafi gengið út á að klekkja á þekktum athafnamönnum í íslensku viðskiptalífi, opinberum embættismönnum og blaðamönnum. Vaxandi ágreiningur hafi myndast milli hans og Róberts vegna þessa. Halldór segist í yfirlýsingunni hafa greint stjórnum Alvogen og Alvotech frá því hvernig Róbert hafi nýtt stjórnendur fyrirtækjanna með þessum hætti, en „slökkviliðið“ hafi verið of upptekið af „hvítþvotti“ forstjórans og hafi ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. Fjöldi meintra óvildarmanna Halldór nefnir ýmsa meinta óvildarmenn Róberts til sögunnar, þá Andra Sveinsson, Birgi Bieltvedt, Birgi Má Ragnarsson, Björgólf Thor Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson, Claudio Albrecht fyrrv. forstjóra Actavis, Ernu Kristjánsdóttur og syni hennar Ólaf og Kristján Guðmundssyni, Frank Pitt, Guðmund Kristjánsson, Gunnar Fjalar Helgason, Heiðar Guðjónsson, Magnús Þorsteinsson, Matthías Johannessen, Peter Prock fyrrv. aðstoðarforstjóra Actavis, Ragnar Þórison og Tómas Áka Gestson,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Auk þess megi nefna meinta erlenda óvildarmenn Róberts sem höfðu þegið boð í afmælisveislu Björgólfs Thors. „Þá Ari Salmivuori fyrrum hluthafa í Landsbankanum og Georg Tsvetanski kaupsýslumann. Vel á annað hundrað greinar birtust í fjölmiðlum er sköpuðu neikvæða umræðu um fjármál, bankaviðskipti og önnur trúnaðarmál, sem tengdust ofangreindum aðilum.“ Gagnaleki og hópmálsókn Halldór segir að gögnum innan úr bankastjórnum Landsbanka Íslands og Straumi banka hafi markvisst verið lekið og megi þar meðal annars nefna samskipti bankaráðs við Fjármálaeftirlitið, upplýsingar um lánafyrirgreiðslur meintra óvildarmanna og ýmis önnur samskipti og gögn sem bundin séu bankaleynd og hafi átt sér stað fyrir fjármálahrunið. Halldór segist meðal annars hafa lagt fram gögn sem sýna hvernig Róbert hafi falið Árna Harðarsyni, aðstoðarforstjóra Alvogen, að leka trúnaðarupplýsingum innan úr Landsbanka og Straumi til fjölmiðils, sem hann hafi fjármagnað og síðar eignast. Róbert var um tíma eigandi Vefpressunnar sem rak DV. Halldór segir að stór hluti samskiptanna hafi átt sér stað í gegnum tölvupósta fyrirtækisins, en einnig í gegnum netföng með dulnöfnum. Í greinargerð Halldórs kemur einnig fram að Róbert hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækjanna, þar á meðal Árna Harðarsyni aðstoðarforstjóra, Þór Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbankanum og Straumi, ásamt Halldóri að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Sinnti verkefnum af fúsum og frjálsum vilja Málsóknin var gerð í nafni fyrrum hluthafa Landsbankans þrátt fyrir að Alvogen, Alvotech eða Róbert sjálfur hafi aldrei verið hluthafar í bankanum. „Þá var Þór Kristjánsson ráðinn til Alvogen á árinu 2010 gagngert til að afhenda upplýsingar sem nýst gætu í fyrirhugaðri málsókn Róberts. Lögmannsstofan Landslög tók við umræddum gögnum frá duldum netföngum Þórs og hefur leitt málið síðastliðin 11 ár fyrir hönd Róberts. Halldór hefur afhent tugi tölvupósta og annarra dómsskjala með greinargerð sinni sem staðfesta ofangreinda málavexti og sýna hvernig Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech höfðu fulla stjórn á umræddri hópmálsókn með Landslögum, og dreifðu trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla í störfum sínum fyrir fyrirtækin.“ Mál lyfjafyrirtækjanna gegn Halldóri er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.vísir/vilhelm Halldór segist hafa sinnt þessum verkefnum af fúsum og frjálsum vilja, líkt og aðrir lykilstjórnendur fyrirtækjanna og muni ekki firra sig ábyrgð í þeim efnum. Jafnvel dýrkeypt að þiggja afmælisboð „Ég benti „slökkviliðinu“ á það hvernig Róbert nýtti undirmenn sína og fjármuni fyrirtækjanna óspart í þeim tilgangi að koma höggi á meinta óvildarmenn. Á löngum köflum gafst lítill tími til að sinna mikilvægum málefnum innan fyrirtækjanna vegna verkefna sem höfðu ekkert með rekstur þeirra að gera. Að lokum var svo komið að ég sem stjórnandi og hluthafi gat ekki horft lengur upp á þráhyggju og hatur Róberts gagnvart þessum aðilum og hvernig fyrirtækjunum var beitt í þeim efnum,“ segir Halldór. „Ég gerði alvarlegar athugasemdir við Róbert sumarið 2018 og aftur á átakafundi þann 1. september 2020 vegna þessara mála, en þá voru málefni meintra óvildarmanna orðin einstaklega persónuleg og meiðandi. Í framhaldinu átti ég ekki annan kost en að stíga fram sem uppljóstrari og greina stjórnum fyrirtækjanna frá málavöxtum.“ Oft hafi verið nóg að vera faðir meints óvildarmanns eða jafnvel að starfa með föður hans til að fá á baukinn. „Í ákveðnum tilvikum reyndist það meira að segja dýrkeypt að hafa þegið boð í afmæli. Skæruhernaður Róberts í gegnum Alvogen og Alvotech, ásamt umtalsverðum fjárfestingum í fjölmiðlum á undanförnum árum, sýna hversu miklu var tjaldað til þegar klekkja átti á meintum óvildarmönnum.“ Í yfirlýsingu Halldórs til fjölmiðla birtir hann eftirfarandi heilræði til Róberts Wessman „Róbert hefur sjálfur neitað að tjá sig um líkamsárásir og ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis. Hann segist bundinn trúnaði og bætti reyndar um betur í nýlegu viðtali við Fréttablaðið er hann sagði að um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál. Róbert telur þó málið ekki viðkvæmara en svo að hann lét leka nafni mínu til fjölmiðla ásamt heilsufarsupplýsingum og hefur ekki brugðist við ítrekuðum sáttaboðum. „Ekki bera fyrir þig trúnað, því það ríkir enginn trúnaður um ofbeldi og ósæmilega hegðun, ekki segjast hafa verið í flugvél, það er bara svo kjánalegt og ekki velta þér upp úr því þó að ég hitti eða tali við meinta óvildarmenn þína. Sýndu þess í stað auðmýkt og virðingu og svaraðu af heiðarleika. Þannig gerir þú hreint fyrir þínum dyrum og setur hagsmuni fyrirtækjanna framar þínum eigin.“ Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Tengdar fréttir Segir skrifin ekki svaraverð: „Ástarbréf Árna til Róberts Wessman“ Halldór Kristmannsson segir skrif Árna Harðarsonar, aðstoðarforstjóra Alvogen, á Vísi í dag ekki vera svaraverð. Hann segir pistilinn frekar líkjast ástarbréfi til Róberts Wessman og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkur „reiðipóstur“ komi frá Árna. 19. apríl 2021 22:20 Árni blandar sér í deilur Halldórs og Róberts Wessman „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. “ 19. apríl 2021 16:46 Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Halldór, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, hefur skilað af sér greinargerð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar er til meðferðar dómsmál Alvogen gegn Halldóri sem er sakaður um trúnaðarbrot í starfi. Halldór tekur til varna og segir Alvogen og Alvotech hafa lekið nafni hans og heilsufarsupplýsingum til fjölmiðla. Eftir að hann steig fram sem uppljóstrari hafi honum verið sagt upp störfum. Lýsir „skæruliðahernaði“ Róberts Halldór hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í tilefni dómsmálsins og vísar til greinargerðarinnar. Um er að ræða nýjasta útspilið í deilum vinanna fyrrverandi en Halldór var um árabil aðstoðarmaður Róberts. Halldór segir Róbert, forstjóra og stjórnarformann Alvogen, hafa nýtt lykilstjórnendur lyfjafyrirtækjanna og beitt undirmenn sína þrýstingi frá árinu 2010 til að koma höggi á ýmsa í viðskiptalífinu. Róbert hafi meðal annars lekið trúnaðarupplýsingum er varða bankaleynd. Halldór segir „skæruliðahernað“ Róberts gegn á þriðja tug óvildarmanna hafa staðið yfir í ellefu ár, sem hafi gengið út á að klekkja á þekktum athafnamönnum í íslensku viðskiptalífi, opinberum embættismönnum og blaðamönnum. Vaxandi ágreiningur hafi myndast milli hans og Róberts vegna þessa. Halldór segist í yfirlýsingunni hafa greint stjórnum Alvogen og Alvotech frá því hvernig Róbert hafi nýtt stjórnendur fyrirtækjanna með þessum hætti, en „slökkviliðið“ hafi verið of upptekið af „hvítþvotti“ forstjórans og hafi ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. Fjöldi meintra óvildarmanna Halldór nefnir ýmsa meinta óvildarmenn Róberts til sögunnar, þá Andra Sveinsson, Birgi Bieltvedt, Birgi Má Ragnarsson, Björgólf Thor Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson, Claudio Albrecht fyrrv. forstjóra Actavis, Ernu Kristjánsdóttur og syni hennar Ólaf og Kristján Guðmundssyni, Frank Pitt, Guðmund Kristjánsson, Gunnar Fjalar Helgason, Heiðar Guðjónsson, Magnús Þorsteinsson, Matthías Johannessen, Peter Prock fyrrv. aðstoðarforstjóra Actavis, Ragnar Þórison og Tómas Áka Gestson,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Auk þess megi nefna meinta erlenda óvildarmenn Róberts sem höfðu þegið boð í afmælisveislu Björgólfs Thors. „Þá Ari Salmivuori fyrrum hluthafa í Landsbankanum og Georg Tsvetanski kaupsýslumann. Vel á annað hundrað greinar birtust í fjölmiðlum er sköpuðu neikvæða umræðu um fjármál, bankaviðskipti og önnur trúnaðarmál, sem tengdust ofangreindum aðilum.“ Gagnaleki og hópmálsókn Halldór segir að gögnum innan úr bankastjórnum Landsbanka Íslands og Straumi banka hafi markvisst verið lekið og megi þar meðal annars nefna samskipti bankaráðs við Fjármálaeftirlitið, upplýsingar um lánafyrirgreiðslur meintra óvildarmanna og ýmis önnur samskipti og gögn sem bundin séu bankaleynd og hafi átt sér stað fyrir fjármálahrunið. Halldór segist meðal annars hafa lagt fram gögn sem sýna hvernig Róbert hafi falið Árna Harðarsyni, aðstoðarforstjóra Alvogen, að leka trúnaðarupplýsingum innan úr Landsbanka og Straumi til fjölmiðils, sem hann hafi fjármagnað og síðar eignast. Róbert var um tíma eigandi Vefpressunnar sem rak DV. Halldór segir að stór hluti samskiptanna hafi átt sér stað í gegnum tölvupósta fyrirtækisins, en einnig í gegnum netföng með dulnöfnum. Í greinargerð Halldórs kemur einnig fram að Róbert hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækjanna, þar á meðal Árna Harðarsyni aðstoðarforstjóra, Þór Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbankanum og Straumi, ásamt Halldóri að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Sinnti verkefnum af fúsum og frjálsum vilja Málsóknin var gerð í nafni fyrrum hluthafa Landsbankans þrátt fyrir að Alvogen, Alvotech eða Róbert sjálfur hafi aldrei verið hluthafar í bankanum. „Þá var Þór Kristjánsson ráðinn til Alvogen á árinu 2010 gagngert til að afhenda upplýsingar sem nýst gætu í fyrirhugaðri málsókn Róberts. Lögmannsstofan Landslög tók við umræddum gögnum frá duldum netföngum Þórs og hefur leitt málið síðastliðin 11 ár fyrir hönd Róberts. Halldór hefur afhent tugi tölvupósta og annarra dómsskjala með greinargerð sinni sem staðfesta ofangreinda málavexti og sýna hvernig Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech höfðu fulla stjórn á umræddri hópmálsókn með Landslögum, og dreifðu trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla í störfum sínum fyrir fyrirtækin.“ Mál lyfjafyrirtækjanna gegn Halldóri er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.vísir/vilhelm Halldór segist hafa sinnt þessum verkefnum af fúsum og frjálsum vilja, líkt og aðrir lykilstjórnendur fyrirtækjanna og muni ekki firra sig ábyrgð í þeim efnum. Jafnvel dýrkeypt að þiggja afmælisboð „Ég benti „slökkviliðinu“ á það hvernig Róbert nýtti undirmenn sína og fjármuni fyrirtækjanna óspart í þeim tilgangi að koma höggi á meinta óvildarmenn. Á löngum köflum gafst lítill tími til að sinna mikilvægum málefnum innan fyrirtækjanna vegna verkefna sem höfðu ekkert með rekstur þeirra að gera. Að lokum var svo komið að ég sem stjórnandi og hluthafi gat ekki horft lengur upp á þráhyggju og hatur Róberts gagnvart þessum aðilum og hvernig fyrirtækjunum var beitt í þeim efnum,“ segir Halldór. „Ég gerði alvarlegar athugasemdir við Róbert sumarið 2018 og aftur á átakafundi þann 1. september 2020 vegna þessara mála, en þá voru málefni meintra óvildarmanna orðin einstaklega persónuleg og meiðandi. Í framhaldinu átti ég ekki annan kost en að stíga fram sem uppljóstrari og greina stjórnum fyrirtækjanna frá málavöxtum.“ Oft hafi verið nóg að vera faðir meints óvildarmanns eða jafnvel að starfa með föður hans til að fá á baukinn. „Í ákveðnum tilvikum reyndist það meira að segja dýrkeypt að hafa þegið boð í afmæli. Skæruhernaður Róberts í gegnum Alvogen og Alvotech, ásamt umtalsverðum fjárfestingum í fjölmiðlum á undanförnum árum, sýna hversu miklu var tjaldað til þegar klekkja átti á meintum óvildarmönnum.“ Í yfirlýsingu Halldórs til fjölmiðla birtir hann eftirfarandi heilræði til Róberts Wessman „Róbert hefur sjálfur neitað að tjá sig um líkamsárásir og ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis. Hann segist bundinn trúnaði og bætti reyndar um betur í nýlegu viðtali við Fréttablaðið er hann sagði að um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál. Róbert telur þó málið ekki viðkvæmara en svo að hann lét leka nafni mínu til fjölmiðla ásamt heilsufarsupplýsingum og hefur ekki brugðist við ítrekuðum sáttaboðum. „Ekki bera fyrir þig trúnað, því það ríkir enginn trúnaður um ofbeldi og ósæmilega hegðun, ekki segjast hafa verið í flugvél, það er bara svo kjánalegt og ekki velta þér upp úr því þó að ég hitti eða tali við meinta óvildarmenn þína. Sýndu þess í stað auðmýkt og virðingu og svaraðu af heiðarleika. Þannig gerir þú hreint fyrir þínum dyrum og setur hagsmuni fyrirtækjanna framar þínum eigin.“
Í yfirlýsingu Halldórs til fjölmiðla birtir hann eftirfarandi heilræði til Róberts Wessman „Róbert hefur sjálfur neitað að tjá sig um líkamsárásir og ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis. Hann segist bundinn trúnaði og bætti reyndar um betur í nýlegu viðtali við Fréttablaðið er hann sagði að um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál. Róbert telur þó málið ekki viðkvæmara en svo að hann lét leka nafni mínu til fjölmiðla ásamt heilsufarsupplýsingum og hefur ekki brugðist við ítrekuðum sáttaboðum. „Ekki bera fyrir þig trúnað, því það ríkir enginn trúnaður um ofbeldi og ósæmilega hegðun, ekki segjast hafa verið í flugvél, það er bara svo kjánalegt og ekki velta þér upp úr því þó að ég hitti eða tali við meinta óvildarmenn þína. Sýndu þess í stað auðmýkt og virðingu og svaraðu af heiðarleika. Þannig gerir þú hreint fyrir þínum dyrum og setur hagsmuni fyrirtækjanna framar þínum eigin.“
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Tengdar fréttir Segir skrifin ekki svaraverð: „Ástarbréf Árna til Róberts Wessman“ Halldór Kristmannsson segir skrif Árna Harðarsonar, aðstoðarforstjóra Alvogen, á Vísi í dag ekki vera svaraverð. Hann segir pistilinn frekar líkjast ástarbréfi til Róberts Wessman og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkur „reiðipóstur“ komi frá Árna. 19. apríl 2021 22:20 Árni blandar sér í deilur Halldórs og Róberts Wessman „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. “ 19. apríl 2021 16:46 Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Segir skrifin ekki svaraverð: „Ástarbréf Árna til Róberts Wessman“ Halldór Kristmannsson segir skrif Árna Harðarsonar, aðstoðarforstjóra Alvogen, á Vísi í dag ekki vera svaraverð. Hann segir pistilinn frekar líkjast ástarbréfi til Róberts Wessman og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkur „reiðipóstur“ komi frá Árna. 19. apríl 2021 22:20
Árni blandar sér í deilur Halldórs og Róberts Wessman „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. “ 19. apríl 2021 16:46
Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31
Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08
Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10
Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57