Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2021 10:14 Myndin verður frumsýnd í ágúst hér á landi. Elli Cassata Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. Um mikinn heiður er að ræða enda er hátíðin ein sú stærsta sinnar tegundar. „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvikmyndahátíðir vegna Covid er óvanalega mikill fjöldi mynda sem reynir að komast að á hátíðum og því er það mikil viðurkenning að vera valin“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus. Sýningin skipulögð í kringum fótboltadagskrá Hátíðin fer fram í ágúst en myndin verður frumsýnd hér á landi 27. ágúst í Sambíóunum. Þetta er fyrsta kvikmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir en skrifaði hann einnig handritið í samvinnu við Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrisson eftir hugmynd frá Auðunni Blöndal, Agli Einarssyni og honum sjálfum. Hannes vakti strax athygli á blaðamannafundinum í morgun þar sem listrænn stjórnandi tók sérstaklega fram að mjög spennandi mynd frá Íslandi yrði sýnd í keppninni og hefði hátíðin þurft að skipulegja prógrammið sérstaklega í kringum fótboltadagskrá leikstjórans. Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér fyrir neðan. „Þetta er búið að vera mjög krefjandi og skemmtilegt ferli með frábæru fólki. Ég er enn að átta mig á að myndin hafi verið valin inn á hátíðina og hlakka til að sýna hana þar. Er samt enn spenntari fyrir því að sýna hana hér heima sem verður núna í lok ágúst,“ segir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri. Myndin fjallar um Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Meðal annara sem fara með burðar hlutverk í myndinni eru Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson en mikill fjöldi annarra leikara kemur fram. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. 16. apríl 2021 11:31 Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. 21. janúar 2021 10:30 Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. 10. desember 2020 13:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til verðlauna á hátíðinni í Locarno Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Um mikinn heiður er að ræða enda er hátíðin ein sú stærsta sinnar tegundar. „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvikmyndahátíðir vegna Covid er óvanalega mikill fjöldi mynda sem reynir að komast að á hátíðum og því er það mikil viðurkenning að vera valin“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus. Sýningin skipulögð í kringum fótboltadagskrá Hátíðin fer fram í ágúst en myndin verður frumsýnd hér á landi 27. ágúst í Sambíóunum. Þetta er fyrsta kvikmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir en skrifaði hann einnig handritið í samvinnu við Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrisson eftir hugmynd frá Auðunni Blöndal, Agli Einarssyni og honum sjálfum. Hannes vakti strax athygli á blaðamannafundinum í morgun þar sem listrænn stjórnandi tók sérstaklega fram að mjög spennandi mynd frá Íslandi yrði sýnd í keppninni og hefði hátíðin þurft að skipulegja prógrammið sérstaklega í kringum fótboltadagskrá leikstjórans. Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér fyrir neðan. „Þetta er búið að vera mjög krefjandi og skemmtilegt ferli með frábæru fólki. Ég er enn að átta mig á að myndin hafi verið valin inn á hátíðina og hlakka til að sýna hana þar. Er samt enn spenntari fyrir því að sýna hana hér heima sem verður núna í lok ágúst,“ segir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri. Myndin fjallar um Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Meðal annara sem fara með burðar hlutverk í myndinni eru Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson en mikill fjöldi annarra leikara kemur fram. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. 16. apríl 2021 11:31 Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. 21. janúar 2021 10:30 Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. 10. desember 2020 13:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til verðlauna á hátíðinni í Locarno Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. 16. apríl 2021 11:31
Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. 21. janúar 2021 10:30
Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. 10. desember 2020 13:30
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til verðlauna á hátíðinni í Locarno Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36