Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 11:17 Fyrirtæki Trump og fjármálastjóri þess eiga von á ákæru í New York. Vísir/Getty Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira