Ramos svo gott sem kominn til Parísar og Varane talinn á leið til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2021 16:01 Þessir tveir gætu orðið samherjar á nýjan leik þó það virðist sem Ramos sé að fara til Parísar á meðan Varane vill til Manchester. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er miðvörðurinn Sergio Ramos á leið til París-Saint Germain og kollegi hans Raphaël Varane ku vera á leið til Manchester United þó PSG hafi einnig áhuga. Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira