Mikil ánægja með búsetu í sveitum landsins Erla Hjördís Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2021 13:31 Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun