Brynjar fjallar um hið umdeilda mál sem verið hefur mjög til umfjöllunar að undanförnu í kjölfar þess að upplýstist að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi brotið sóttvarnarlög með veru sinni í Ásmundarsal síðastliðna Þorláksmessu, í pistli sem hann birtir á Vísi. Þar kemur hann inn á ýmsa anga þess máls en segir þó verst við það allt saman ekki þá staðreynd að lögreglumenn láti eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, eins og hann orðar það:
„Heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn.“
Brynjar segir málið vekja upp spurningar um hvort það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir?
„Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag.“