Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir? Magnús D. Norðdahl skrifar 1. júlí 2021 15:30 Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun