Viðskipti innlent

Tvær hóp­upp­sagnir í júní

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tvær hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í júní.
Tvær hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í júní. Vísir/Vilhelm

Tvær hóp­upp­sagnir bárust Vinnu­mála­stofnun í júní þar sem 62 starfs­mönnum var sagt upp störfum.

Önnur hóp­upp­sögnin var í fisk­vinnslu­fyrir­tækinu Agust­son ehf. í Stykkis­hólmi þegar 32 starfs­mönnum var sagt upp en hinum 30 var sagt upp störfum hjá Nýsköpunarmiðstöð, sem var lögð niður.

Í til­kynningu frá Vinnu­mála­stofnun kemur ekki fram hjá hvaða fyrir­tækjum hóp­upp­sagnirnar urðu, en mbl.is greindi frá því að önnur þeirra hefði verið hjá Agust­son fisk­vinnslu. Þá liggur fyrir að Nýsköpunarmiðstöð sagði upp öllu starfsfólki sínu þegar hún var lögð niður.

Þeir starfs­menn, sem var sagt upp, vinna flestir út upp­sagnar­frest sinn en missa vinnuna í ágúst, septem­ber eða októ­ber.

Sam­kvæmt nýjustu tölum Hag­stofunnar er at­vinnu­leysi á Ís­landi nú um 5,8 prósent. Það dróst saman um 2,8 prósent á milli apríl og maí­mánaðar.

Þegar mest lét mældist at­vinnu­leysi 9,9 prósent í maí 2020, sem var sögu­lega hátt.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Atvinnuleysi komið niður í 5,8 prósent

Atvinnuleysi á Íslandi dróst saman um 2,8% á milli apríl og maí. Það stendur í 5,8% samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða.

Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×