Verndum uppljóstrara Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 11:00 Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun