NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 15:00 Brook Lopez skorar áðn þess að leikmenn Atlanta Hawks fái nokkuð við ráðið. AP/Aaron Gash Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti