Daða Má svarað um skýrslu sem eldist vel Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 2. júlí 2021 15:30 Á þriðjudag birtist á Vísi grein eftir mig, þar sem ég leitaði frekari skýringa á hugmyndum Viðreisnar um innköllun og uppboð aflaheimilda – og ekki síður á mögulegum áhrifum þessarar hugmyndar ef hún yrði að veruleika. Viðreisn er tíðrætt um að eyða óvissu í sjávarútvegi og undir mikilvægi þess get ég tekið. Það má því vonandi hafa skilning á því þegar atvinnugreinin reynir að skilja hvað við er átt þegar hinar ýmsu hugmyndir um grundvallarbreytingar á sjávarútvegi eru settar fram. Og óvissan aukin. Í gær svaraði varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, þessu ákalli mínu, en að verulega takmörkuðu leyti. Ég geri því aðra tilraun, því lengi skal manninn reyna. Til að þvæla ekki ólíkum hugtökum inn í flókna umræðu, þá skal tekið fram að hugtökin markaðsleið og samningaleið, sem Viðreisn notar um hugmynd sína, þýða að aflaheimildir verði fyrst innkallaðar af hálfu ríkisins hjá þeim sem eiga þær í dag, líklega bótalaust, og aflaheimildum er síðan úthlutað aftur af hálfu ríkisins til hæstbjóðanda á uppboði. Það er rétt að fara nánar yfir þetta: 1. Í hugmyndum Viðreisnar felst að tilgreint hlutfall aflaheimilda verði innkallað ár hvert. Aflaheimildir eru þegar verndaðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Líkt og Daði Már komst að niðurstöðu um í skýrslu árið 2010, höfðu yfir 80% aflaheimilda í þorski og ýsu skipt um hendur frá árinu 1991. Ég tel það verulega varfærið mat, en látum það liggja milli hluta. Mikill meirihluti þeirra sem áttu aflaheimildir árið 2010 höfðu því greitt fyrir þær fullu verði. Innköllun aflaheimilda liti því út sem „hrein eignaupptaka“ gagnvart þessum aðilum, líkt og Daði Már orðaði það svo ágætlega sjálfur. Nú virðist Daði Már vera fylgjandi þessari hreinu eignaupptöku til að framfylgja stefnu Viðreisnar. 2. Frá árinu 1991 hafa aflaheimildir verið seldar á frjálsum markaði. Í því felst að eigandi aflaheimilda hefur selt eignina gegn greiðslu frá þeim sem kaupir. Óumdeilt er að frelsi í þessum viðskiptum var grundvallarforsenda hagkvæmni, fjárfestinga, nýsköpunar og annarrar verðmætasköpunar í greininni. Mér er fyrirmunað að skilja, hvernig Daði Már telur að jafna megi þessum frjálsu viðskiptum við innköllun og eignaupptöku, sem munu skjótt og örugglega leiða til stöðnunar. Ég er hvorki á móti samþjöppun né frjálsu framsali, sem hvort tveggja verða á grundvelli eðlilegra rekstrarlegra forsenda. Ég er hins vegar á móti samþjöppun sem knúin er fram með eignaupptöku. 3. Daði Már spyr hvernig innkoma ríkisins geti sett allt á hliðina í sjávarútvegi. Því svaraði hann reyndar sjálfur í títtnefndri skýrslu árið 2010. Sagði hann þá orðrétt: „Aflamarkskerfið hefur skapað mikil verðmæti í gegnum hagræðingu og verðmætari afurðir. Stærstur hluti hlutdeildarinnar í heildaraflamarki, varanlegu veiðiheimildanna, hefur skipt um eigendur síðan kerfinu var komið á. Sá umframhagnaður sem aflamarkskerfið skapaði hefur því þegar verið fjarlægður að mestu úr fyrirtækjunum með sölu aflaheimildanna. Nýir eigendur aflaheimilda hagnast því ekki meira en eðlilegt er miðað við áhættuna í rekstri útgerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar mjög tækifæri ríkisins til að auka gjaldtöku á útgerðinni án þess að það feli í sér eignaupptöku og hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði hennar. Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.“ Það þarf engu við þetta að bæta til að svara spurningu Daða Más til mín um það hvernig innkoma ríkisins geti sett allt á hliðina. 4. Ég hef ítrekað lesið skýrslu Daða Más frá árinu 2010, þó hann haldi öðru fram. Það er hrós til fræðimannsins. Mér er að sjálfsögðu ljóst að frá þeim skrifum er liðinn ríflegur áratugur. Margt hefur sannanlega breyst. Af þessum sökum óskaði SFS eftir því fyrir nokkru við dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus, að hann færi yfir og uppfærði skýrslu Daða Más. Í grófum dráttum er niðurstaðan sú, að 1-3% fyrning og 20-30 ára eignarhaldstími lækki markaðsvirði aflaheimilda svo mikið þegar í upphafi, að það þurrki út bókfært eigið fé útgerðarfyrirtækja, miðað við efnahag sjávarútvegs í dag. Þar sem eignaskerðingin heldur áfram með fyrningu (innköllun) hvers árs og tekjuflæðið minnkar sömuleiðis fer svona fyrning nærri því að gera fyrirtækin gjaldþrota. Niðurstaða Ragnars nú er því sambærileg niðurstöðu Daða Más árið 2010. Þá telur Ragnar, að auk beinna áhrifa á sjávarútvegsfyrirtæki, megi ætla að áhrifin af fyrningu verði verulega neikvæð á efnahagslíf í landinu og hagvöxt. Upphaflega eignaskerðingin muni fela í sér verulegt högg fyrir íslenskt fjármálakerfi, sem mun krefjast umfangsmikillar aðlögunar alls hagkerfisins. Í framhaldinu telur hann að eigna- og tekjuskerðingin muni draga úr hagkvæmni sjávarútvegsfyrirtækja og atvinnugreinarinnar í heild sinni og veikja samkeppnisstöðu hennar á alþjóðamörkuðum, með langvarandi neikvæðum afleiðingum fyrir fjárfestingu og hagvöxt. Ég þarf litlu við þetta að bæta, en get af þessum sökum verið einlæglega ósammála þeirri staðhæfingu Daða Más að niðurstaða skýrslu hans frá árinu 2010 yrði önnur í dag vegna burðugri efnahagsreikninga fyrirtækjanna. Það má svo reyndar hafa efasemdir um að öflugri eða veikari efnahagsreikningar frá einum tíma til annars breyti nokkru um skaðsemi hugmyndarinnar um innköllun aflaheimilda. 5. Það er gott að heyra að við Daði Már erum sammála um að tilraunir Færeyinga með uppboð hafi misheppnast. Það þarf þá ekki að ræða þau frekar. Ekki verður þó annað heyrt en að samhljómur sé með hugmynd Viðreisnar og tilraunum Færeyinga, ef frá er talið að Viðreisn hefur í hyggju að bjóða upp aflaheimildir til 18 ára samkvæmt því sem nú hefur komið fram í greinaskrifum Daða. Ekki verður séð að á þessu og færeysku leiðinni sé nokkur eðlismunur. Sömu gallar munu fylgja, þar sem skammtímanýtingarsjónarmið munu vega þyngra en hagkvæmari langtímasjónarmið þegar líður að lokum leigutímans. Þessi áhrif eru Daða Má að fullu kunn, enda reifaði hann þau sjálfur í skýrslunni frá 2010. Að lokum get ég verið sammála Daða Má um að það þurfi að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, líkt og velferðarkerfið. Þar hefur sjávarútvegur ekki látið sitt eftir liggja. Árið 2018 var skattspor sjávarútvegs um 77 ma.kr., en enginn sjávarútvegur innan OECD, nema sá íslenski, leggur til samneyslunnar umfram það sem hann fær í styrki frá ríkinu. Íslenskur sjávarútvegur er því sér á báti hvað samfélagslegt framlag varðar. Hugmyndir Viðreisnar stefna þeirri eftirsóknarverðu sérstöðu í hættu. Af því má hafa áhyggjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Tengdar fréttir Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. 30. júní 2021 13:00 Er Viðreisn að boða víðtæka samþjöppun og gjaldþrot í sjávarútvegi? Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. 29. júní 2021 15:00 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag birtist á Vísi grein eftir mig, þar sem ég leitaði frekari skýringa á hugmyndum Viðreisnar um innköllun og uppboð aflaheimilda – og ekki síður á mögulegum áhrifum þessarar hugmyndar ef hún yrði að veruleika. Viðreisn er tíðrætt um að eyða óvissu í sjávarútvegi og undir mikilvægi þess get ég tekið. Það má því vonandi hafa skilning á því þegar atvinnugreinin reynir að skilja hvað við er átt þegar hinar ýmsu hugmyndir um grundvallarbreytingar á sjávarútvegi eru settar fram. Og óvissan aukin. Í gær svaraði varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, þessu ákalli mínu, en að verulega takmörkuðu leyti. Ég geri því aðra tilraun, því lengi skal manninn reyna. Til að þvæla ekki ólíkum hugtökum inn í flókna umræðu, þá skal tekið fram að hugtökin markaðsleið og samningaleið, sem Viðreisn notar um hugmynd sína, þýða að aflaheimildir verði fyrst innkallaðar af hálfu ríkisins hjá þeim sem eiga þær í dag, líklega bótalaust, og aflaheimildum er síðan úthlutað aftur af hálfu ríkisins til hæstbjóðanda á uppboði. Það er rétt að fara nánar yfir þetta: 1. Í hugmyndum Viðreisnar felst að tilgreint hlutfall aflaheimilda verði innkallað ár hvert. Aflaheimildir eru þegar verndaðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Líkt og Daði Már komst að niðurstöðu um í skýrslu árið 2010, höfðu yfir 80% aflaheimilda í þorski og ýsu skipt um hendur frá árinu 1991. Ég tel það verulega varfærið mat, en látum það liggja milli hluta. Mikill meirihluti þeirra sem áttu aflaheimildir árið 2010 höfðu því greitt fyrir þær fullu verði. Innköllun aflaheimilda liti því út sem „hrein eignaupptaka“ gagnvart þessum aðilum, líkt og Daði Már orðaði það svo ágætlega sjálfur. Nú virðist Daði Már vera fylgjandi þessari hreinu eignaupptöku til að framfylgja stefnu Viðreisnar. 2. Frá árinu 1991 hafa aflaheimildir verið seldar á frjálsum markaði. Í því felst að eigandi aflaheimilda hefur selt eignina gegn greiðslu frá þeim sem kaupir. Óumdeilt er að frelsi í þessum viðskiptum var grundvallarforsenda hagkvæmni, fjárfestinga, nýsköpunar og annarrar verðmætasköpunar í greininni. Mér er fyrirmunað að skilja, hvernig Daði Már telur að jafna megi þessum frjálsu viðskiptum við innköllun og eignaupptöku, sem munu skjótt og örugglega leiða til stöðnunar. Ég er hvorki á móti samþjöppun né frjálsu framsali, sem hvort tveggja verða á grundvelli eðlilegra rekstrarlegra forsenda. Ég er hins vegar á móti samþjöppun sem knúin er fram með eignaupptöku. 3. Daði Már spyr hvernig innkoma ríkisins geti sett allt á hliðina í sjávarútvegi. Því svaraði hann reyndar sjálfur í títtnefndri skýrslu árið 2010. Sagði hann þá orðrétt: „Aflamarkskerfið hefur skapað mikil verðmæti í gegnum hagræðingu og verðmætari afurðir. Stærstur hluti hlutdeildarinnar í heildaraflamarki, varanlegu veiðiheimildanna, hefur skipt um eigendur síðan kerfinu var komið á. Sá umframhagnaður sem aflamarkskerfið skapaði hefur því þegar verið fjarlægður að mestu úr fyrirtækjunum með sölu aflaheimildanna. Nýir eigendur aflaheimilda hagnast því ekki meira en eðlilegt er miðað við áhættuna í rekstri útgerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar mjög tækifæri ríkisins til að auka gjaldtöku á útgerðinni án þess að það feli í sér eignaupptöku og hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði hennar. Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.“ Það þarf engu við þetta að bæta til að svara spurningu Daða Más til mín um það hvernig innkoma ríkisins geti sett allt á hliðina. 4. Ég hef ítrekað lesið skýrslu Daða Más frá árinu 2010, þó hann haldi öðru fram. Það er hrós til fræðimannsins. Mér er að sjálfsögðu ljóst að frá þeim skrifum er liðinn ríflegur áratugur. Margt hefur sannanlega breyst. Af þessum sökum óskaði SFS eftir því fyrir nokkru við dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus, að hann færi yfir og uppfærði skýrslu Daða Más. Í grófum dráttum er niðurstaðan sú, að 1-3% fyrning og 20-30 ára eignarhaldstími lækki markaðsvirði aflaheimilda svo mikið þegar í upphafi, að það þurrki út bókfært eigið fé útgerðarfyrirtækja, miðað við efnahag sjávarútvegs í dag. Þar sem eignaskerðingin heldur áfram með fyrningu (innköllun) hvers árs og tekjuflæðið minnkar sömuleiðis fer svona fyrning nærri því að gera fyrirtækin gjaldþrota. Niðurstaða Ragnars nú er því sambærileg niðurstöðu Daða Más árið 2010. Þá telur Ragnar, að auk beinna áhrifa á sjávarútvegsfyrirtæki, megi ætla að áhrifin af fyrningu verði verulega neikvæð á efnahagslíf í landinu og hagvöxt. Upphaflega eignaskerðingin muni fela í sér verulegt högg fyrir íslenskt fjármálakerfi, sem mun krefjast umfangsmikillar aðlögunar alls hagkerfisins. Í framhaldinu telur hann að eigna- og tekjuskerðingin muni draga úr hagkvæmni sjávarútvegsfyrirtækja og atvinnugreinarinnar í heild sinni og veikja samkeppnisstöðu hennar á alþjóðamörkuðum, með langvarandi neikvæðum afleiðingum fyrir fjárfestingu og hagvöxt. Ég þarf litlu við þetta að bæta, en get af þessum sökum verið einlæglega ósammála þeirri staðhæfingu Daða Más að niðurstaða skýrslu hans frá árinu 2010 yrði önnur í dag vegna burðugri efnahagsreikninga fyrirtækjanna. Það má svo reyndar hafa efasemdir um að öflugri eða veikari efnahagsreikningar frá einum tíma til annars breyti nokkru um skaðsemi hugmyndarinnar um innköllun aflaheimilda. 5. Það er gott að heyra að við Daði Már erum sammála um að tilraunir Færeyinga með uppboð hafi misheppnast. Það þarf þá ekki að ræða þau frekar. Ekki verður þó annað heyrt en að samhljómur sé með hugmynd Viðreisnar og tilraunum Færeyinga, ef frá er talið að Viðreisn hefur í hyggju að bjóða upp aflaheimildir til 18 ára samkvæmt því sem nú hefur komið fram í greinaskrifum Daða. Ekki verður séð að á þessu og færeysku leiðinni sé nokkur eðlismunur. Sömu gallar munu fylgja, þar sem skammtímanýtingarsjónarmið munu vega þyngra en hagkvæmari langtímasjónarmið þegar líður að lokum leigutímans. Þessi áhrif eru Daða Má að fullu kunn, enda reifaði hann þau sjálfur í skýrslunni frá 2010. Að lokum get ég verið sammála Daða Má um að það þurfi að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, líkt og velferðarkerfið. Þar hefur sjávarútvegur ekki látið sitt eftir liggja. Árið 2018 var skattspor sjávarútvegs um 77 ma.kr., en enginn sjávarútvegur innan OECD, nema sá íslenski, leggur til samneyslunnar umfram það sem hann fær í styrki frá ríkinu. Íslenskur sjávarútvegur er því sér á báti hvað samfélagslegt framlag varðar. Hugmyndir Viðreisnar stefna þeirri eftirsóknarverðu sérstöðu í hættu. Af því má hafa áhyggjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. 30. júní 2021 13:00
Er Viðreisn að boða víðtæka samþjöppun og gjaldþrot í sjávarútvegi? Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. 29. júní 2021 15:00
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar