Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um innbrot í bifreið en samkvæmt dagbók lögreglu var viðkomandi haldið af almennum borgara þar til lögregla kom á vettvang.
Rétt upp úr miðnætti var ökumaður stöðvaður af lögreglu með tvö börn í bifreiðinni sem ekki voru í viðeigandi öryggisbúnaði. Annað barnið var ekki í barnabílstól og hitt ekki í öryggisbelti. Viðkomandi var kærður og tilkynning send til barnaverndar.
Frá klukkan 01:35 til 03:23 eru fjórar líkamsárásir skráðar í dagbók lögreglu, en gerandi þeirrar fyrstu er sagður þekktur í dagbókarfærslu. Þær áttu sér allar stað í miðborginni.