„Sjálfvirka jarðskjálftamælakerfið nemur ekki þennan púls, þar sem hann ferðast miklu hægar en jarðskjálftabylgjur. Við ályktum sem svo að hér sé á ferðinni þrýstibylgja í andrúmslofti en margar tilkynningar um drunur bárust frá suðvesturlandi í gærkveldi. Skömmu áður sást blossi á himni og er líklegasta skýringin á þessu fyrirbæri sú að lofsteinn hafi brunnið hratt upp í andrúmslofti og við það hafi bæði orðið nokkur blossi og þrýstibylgja í andrúmslofti, m.ö.o. innhljóðsbylgja (e. infrasound),“ segir í Facebook-færslu frá Veðurstofunni.
Enginn eiginlegur jarðskjálfti mældist í kring um þennan tíma og því er talið sennilegast að loftsteinninn hafi brunnið upp til agna í andrúmsloftinu áður en hann náði jörðu.