Enski boltinn

Man. United ekki hættir á fé­laga­skipta­markaðnum: Í við­ræðum við Real um Vara­ne

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spilar þessi Frakki í búningi Manchester United á næstu leiktíð?
Spilar þessi Frakki í búningi Manchester United á næstu leiktíð? DeFodi Images/Getty

Manchester United staðfesti í vikunni að liðið hefði fest kaup á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund og forráðamenn félagsins eru ekki hættir.

Fabrizio Romano, einn sá allra áreiðanlegasti í félagaskiptasögunum, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að United sé á eftir Raphaël Varane.

Varane er miðvörður Real Madrid en Fabrizio segir að United hafi ekki gert tilboð í Varane til þessa. Samningurinn verður ekki keyrður í gegn.

Fjölmiðlamaðurinn greinir einnig frá því að kaup og kjör Varane verði ekki vandamál því Varane er efstur á óskalista United yfir miðverði sem þeir vilja fá til félagsins.

Real vill þó halda honum hjá félaginu en hann er sagður vilja prófa annað en að spila fyrir Real.

Varane hefur leikið með Real síðan 2011 en í dag er hann 28 ára. Hann á að baki 79 landsleiki fyrir Frakkland og var í liðinu á EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×