Ari Freyr kom Norrköping í 2-1 á 39. mínútu en markið skoraði hann eftir stoðsendingu Ísaks Bergmanns Jóhannessonar. Malmö jafnaði fyrir hlé en sigurmarkið kom á 43. mínútu.
Ísak og Ari spiluðu allan leikinn fyrir Norrköping en Jóhannes Kristinn Bjarnason var í fyrsta sinn í leikmananhópi Norrköping. Hann var ónotaður varamaður.
Norrköping er með fjórtán stig í þriðja sætinu en Malmö er á toppnum með 21 stig.
Norsku meistararnir í Bodo/Glimt gerðu 2-2 jafntefli við Viking í Íslendingaaslag þar sem Alfons Sampsted, hjá Bodo, og Samúel Kári Friðjónsson, Viking, voru í byrjunarliðunum.
Alfons lék allan leikinn fyrir Bodo en Samúel var tekinn af velli eftir 68 mínutur.
Bodo er nú tveimur stigum á eftir toppliði Molde sem á tvo leiki til góða en Viking er í fimmta sætinu, sjö stigum frá Bodo.
Það var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeild kvenna er Örebro og Rosengård gerðu markalaust jafntefli.
Berglind Rós Ágústsdóttir leikur með Örebro en Glódís Perla með Rosengård. Rosengård er á toppnum en Örebro er í 8. sætinu.