Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Snorri Másson skrifar 4. júlí 2021 13:19 Már Wolfgang Mixa, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, telur hlutabréf í íslenskum bönkum hvorki of- né vanmetin. Vísir Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29