Innlent

Ætla ekki að endurvekja næturstrætó

Snorri Másson skrifar
Ásókn í næturstrætó var almennt lítil.
Ásókn í næturstrætó var almennt lítil. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum.

„Þetta er afleiðing þess að við þurftum að skera niður eftir að tekjurnar árið 2020 hrundu. Þá fórum við í það sem var minnst notað og komumst að niðurstöðu um að að leggja niður næturstrætóinn myndi hafa minnst áhrif,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi.

Næturstrætó var vanur að ganga nokkrar stofnleiðir yfir nóttina og kostaði í almennum miðakaupum tvöfalt miðaverð, sem sagt tæpar 1000 krónur. Fyrir fasta áskrifendur var kostaði ferðin ekkert aukalega.

Jóhannes segir að næturstrætó hafi verið komið á koppinn til þess að veita aukna þjónustu, en ljóst hafi verið að eftirspurnin hafi ekki verið sú sem vonast var eftir. Þetta úrræði er því úr sögunni í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×