Sjúkdómar í sumarfríi Sigmar Guðmundsson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Tengdar fréttir Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02 Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun