Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum Snorri Másson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson stofnuðu Húrra Reykjavík fyrst árið 2014. Nú er það Auto, nýjasti næturklúbbur landsins. Verið er að umturna kjallaranum á Hard Rock undir starfsemina. Baldur Kristjánsson „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ Nýr skemmtistaður er að bætast í fámennan flokk staða í miðbæ Reykjavíkur með leyfi til hálffimm um helgar. Það er næturklúbburinn Auto, sem opnar næstu mánaðamót í kjallara Hard Rock við Lækjargötu. Reksturinn ábyrgjast alfarið aðrir aðilar en Hard Rock. Það eru Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson sem eru að stofna Auto. Þar með bætist næturklúbbur inn í það sem er óneitanlega orðið að hóflegu, viðskiptalegu stórveldi þeirra í Reykjavík. Þetta eru ekki sömu ungu menn og mættu í viðtöl vegna Húrra Reykjavík árið 2014 - og ekki heldur vegna Flatey Pizza (þeir staðir eru orðnir þrír) og ekki heldur vegna Yuzu Burger (þeir eru orðnir tveir). Eftir lærdómsríkan heimsfaraldur segjast þeir vera orðnir sterkari rekstrarmenn og sækja nú inn á nýtt svið. „Við náðum að skilgreina rekstrana okkar betur og hvað það er sem þeir nákvæmlega gera. Og þá líka skera aðeins af köntunum,“ segir Sindri. Færa menn til innan samsteypunnar Tilvitnunin hér efst er í Sindra, sem lýsir því að félagarnir hafi árum saman stefnt á að stofna svona stað. Nú er loks rétta tækifærið: „Við teljum þetta vera frábæran tímapunkt þegar við erum að fara í viðspyrnuna eftir Covid-19.“ Fjárfestingin hleypur á tugum milljóna króna en Jón Davíð segir að ráðdeild þeirra félaga í gegnum faraldurinn geri þeim kleift að taka þessa áhættu. Sindri Jensson og Ólafur Alexander Ólafsson, verðandi rekstrarstjóri Auto.Instagram Til marks um stórveldistilburði félaganna er þess að geta að fyrsti starfsmaður þeirra í Húrra Reykjavík á sínum tíma, Ólafur Alexander Ólafsson, verður rekstrarstjóri og meðeigandi á Auto. Þeir eru farnir að færa menn til. „Það er eitt það skemmtilegasta við þetta, að hann sé með okkur,“ segir Sindri. Alvöru næturklúbbur Auto verður alvöru næturklúbbur með rúmgóðu dansgólfi en einnig lokuðum flöskuborðshólfum. Tónlistin verður hip hop, R&B og vinsæl popptónlist, sem óneitanlega svipar til þess sem þegar ræður ríkjum á til dæmis Prikinu og áður B5. Nú þegar Bankastræti Club hefur tekið yfir það rými má sjá fyrir sér að ákveðin glufa sé á markaðnum - í öllu falli þar til b5 opnar aftur á gamla Hverfisbarnum. Það er ljóst að samkeppnin er hörð um viðskiptavini, en öll dýrin í skóginum eru vinir, segir Jón Davíð. „Það er nóg af fólki sem vill hafa gaman og við bjóðum þá bara upp á aðeins öðruvísi upplifun,“ segir hann. Sindri: „Við erum með stærri stað og hentugri. Upplifunin útlitslega er eitthvað sem fólk hefur ekki séð, með 800 metra af pixelborðum, skjái og annað. Þannig að ég tel að upplifunin af rýminu og öllu konseptinu geti orðið töluvert meiri en við þekkjum hérlendis.“ Kjallarinn á Hard Rock eins og hann var, en ekki eins og hann verður. Rýmið er um 400 fermetrar.Hard Rock Café Framkvæmdir eru í fullum gangi og áður en fólk veit af getur það mætt á Auto í gegnum sérinngang við Jómfrúna. Þaðan er haldið niður í myrkrið. Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa formlega sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður. 5. desember 2018 08:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Nýr skemmtistaður er að bætast í fámennan flokk staða í miðbæ Reykjavíkur með leyfi til hálffimm um helgar. Það er næturklúbburinn Auto, sem opnar næstu mánaðamót í kjallara Hard Rock við Lækjargötu. Reksturinn ábyrgjast alfarið aðrir aðilar en Hard Rock. Það eru Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson sem eru að stofna Auto. Þar með bætist næturklúbbur inn í það sem er óneitanlega orðið að hóflegu, viðskiptalegu stórveldi þeirra í Reykjavík. Þetta eru ekki sömu ungu menn og mættu í viðtöl vegna Húrra Reykjavík árið 2014 - og ekki heldur vegna Flatey Pizza (þeir staðir eru orðnir þrír) og ekki heldur vegna Yuzu Burger (þeir eru orðnir tveir). Eftir lærdómsríkan heimsfaraldur segjast þeir vera orðnir sterkari rekstrarmenn og sækja nú inn á nýtt svið. „Við náðum að skilgreina rekstrana okkar betur og hvað það er sem þeir nákvæmlega gera. Og þá líka skera aðeins af köntunum,“ segir Sindri. Færa menn til innan samsteypunnar Tilvitnunin hér efst er í Sindra, sem lýsir því að félagarnir hafi árum saman stefnt á að stofna svona stað. Nú er loks rétta tækifærið: „Við teljum þetta vera frábæran tímapunkt þegar við erum að fara í viðspyrnuna eftir Covid-19.“ Fjárfestingin hleypur á tugum milljóna króna en Jón Davíð segir að ráðdeild þeirra félaga í gegnum faraldurinn geri þeim kleift að taka þessa áhættu. Sindri Jensson og Ólafur Alexander Ólafsson, verðandi rekstrarstjóri Auto.Instagram Til marks um stórveldistilburði félaganna er þess að geta að fyrsti starfsmaður þeirra í Húrra Reykjavík á sínum tíma, Ólafur Alexander Ólafsson, verður rekstrarstjóri og meðeigandi á Auto. Þeir eru farnir að færa menn til. „Það er eitt það skemmtilegasta við þetta, að hann sé með okkur,“ segir Sindri. Alvöru næturklúbbur Auto verður alvöru næturklúbbur með rúmgóðu dansgólfi en einnig lokuðum flöskuborðshólfum. Tónlistin verður hip hop, R&B og vinsæl popptónlist, sem óneitanlega svipar til þess sem þegar ræður ríkjum á til dæmis Prikinu og áður B5. Nú þegar Bankastræti Club hefur tekið yfir það rými má sjá fyrir sér að ákveðin glufa sé á markaðnum - í öllu falli þar til b5 opnar aftur á gamla Hverfisbarnum. Það er ljóst að samkeppnin er hörð um viðskiptavini, en öll dýrin í skóginum eru vinir, segir Jón Davíð. „Það er nóg af fólki sem vill hafa gaman og við bjóðum þá bara upp á aðeins öðruvísi upplifun,“ segir hann. Sindri: „Við erum með stærri stað og hentugri. Upplifunin útlitslega er eitthvað sem fólk hefur ekki séð, með 800 metra af pixelborðum, skjái og annað. Þannig að ég tel að upplifunin af rýminu og öllu konseptinu geti orðið töluvert meiri en við þekkjum hérlendis.“ Kjallarinn á Hard Rock eins og hann var, en ekki eins og hann verður. Rýmið er um 400 fermetrar.Hard Rock Café Framkvæmdir eru í fullum gangi og áður en fólk veit af getur það mætt á Auto í gegnum sérinngang við Jómfrúna. Þaðan er haldið niður í myrkrið.
Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa formlega sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður. 5. desember 2018 08:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa formlega sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. 3. september 2020 10:45
Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður. 5. desember 2018 08:00