Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 21:21 Bílar aka yfir Oddabrú að vígsluathöfn lokinni. Arnar Halldórsson Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23