Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 09:41 Þyrlu var flogið yfir eyjuna í Kaspíhafi í morgun leit hún þá svona út. Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021 Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021
Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02