Wenger styður að halda HM á tveggja ára fresti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 12:30 Wenger vill halda HM á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico/Getty Images Arsène Wenger, fyrrum þjálfari enska knattspyrnufélagsins Arsenal, styður þá hugmynd að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu á tveggja ára fresti. Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa. Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira
Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa.
Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira