Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 11:45 Ingó Veðurguð mun ekki annast brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Stöð 2 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.
MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45
Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47