Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit á EM, heil umferð í Pepsi Max og úrslitaeinvígið í NBA hefst

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lorenzo Insigne verður eflaust í eldlínunni á Wembley í Lundúnum í kvöld.
Lorenzo Insigne verður eflaust í eldlínunni á Wembley í Lundúnum í kvöld. Getty Images/Claudio Villa

Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fyrri undanúrslitaleikurinn á EM ber þar hæst, milli Ítalíu og Spánar, auk þess fer fram heil umferð fer fram í Pepsi Max-deild kvenna og úrslitaeinvígið í NBA-deildinni fer af stað.

EM 2020

Ítalía og Spánn eigast við á Wembley klukkan 19:00 í kvöld þar sem sæti í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta á laugardag er undir. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:20 auk þess sem allt saman verður gert upp eftir leik. Leikurinn er sýndur bæði á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2.

Pepsi Max-deild kvenna

Heil umferð fer fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld, alls fimm leikir. Klukkan 18:00 hefjast þrír leikir. Leikur Fylkis og ÍBV er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 17:50. Á sama tíma eru tveir leikir í beinni á Stod2.is; milli Stjörnunnar og Tindastóls annars vegar og milli Keflavíkur og Þórs/KA hins vegar.

Þá eru tveir leikir klukkan 20:00. Þróttur Reykjavík fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn og bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:50 á Stod2.is. Þá er stórleikur umferðarinnar milli Selfoss og Vals og hefst bein útsending frá þeim leik klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport.

NBA

Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í nótt þegar Phoenix Suns taka á móti Milwaukee Bucks. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 01:00 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×