Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2021 22:36 Frá Oddahátíð um helgina. Gammabrekka, sú sem hæst stendur, sést lengst til vinstri. Arnar Halldórsson Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21
Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23