Treystum náttúrunni Starri Heiðmarsson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun