Viðskipti innlent

Kaupir allt hluta­fé í Tækni­þjónustu Vest­fjarða

Atli Ísleifsson skrifar
Sæmundur Sæmundsson,framkvæmdastjóri EFLU, og Samúel Orri Stefánsson, framkvæmdastjóri Tækniþjónustunnar.
Sæmundur Sæmundsson,framkvæmdastjóri EFLU, og Samúel Orri Stefánsson, framkvæmdastjóri Tækniþjónustunnar. EFLA

EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef EFLU þar sem segir að sameiningin muni styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni.

Starfsstöð Tækniþjónustu Vestfjarða við Aðalstræti 26 á Ísafirði.EFLA

„Tækniþjónusta Vestfjarða var stofnuð 1973 og hefur starfað óslitið síðan með aðsetur á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum víða á Vestfjörðum, sem og í öðrum landshlutum.

Verkefni hafa aðallega verið á sviði verkfræðihönnunar mannvirkja, gerð kostnaðaráætlana, tjónamats, mælinga og útsetninga, gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna ásamt umsjón og eftirliti með útboðsverkum,“ segir í tilkynningunni um Tækniþjónustu Vestfjarða.

EFLA heldur úti starfsstöðvum í Reykjavík og Selfossi, Hellu, Reykjanesbæ, Hvanneyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri og nú á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×