Kærastinn bað Unnar Eggerts á afmælisdaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:52 Kærasti Unnar Eggertsdóttur kom henni sannarlega á óvart á afmælisdaginn hennar. Instagram/Unnur Eggerts Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram. Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu. Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu.
Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira