Innlent

Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margir eru eflaust fegnir að hafa skellt sér í göngu að eldgosinu þegar sannkölluð náttúrusýning stóð yfir. Nú hefur róast í Fagradalsfjalli.
Margir eru eflaust fegnir að hafa skellt sér í göngu að eldgosinu þegar sannkölluð náttúrusýning stóð yfir. Nú hefur róast í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Gosórói hóf að aukast á ný snemma í morgun, féll hins vegar rétt eftir níu og um tíuleytið reis hann aftur - en allt á afar litlum skala miðað við það sem á undan er gengið síðustu mánuði.

Þá sást glóð í gígnum í gærkvöldi og þá rennur hraun undan honum sem ekki sést.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segist ekki búast við sjáanlegum jarðeldi á næstunni.

Að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×