Fótbolti

Ramos til Parísar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid og nú er spurningin hvor að sami verði uppi á teningnum í París.
Sergio Ramos hefur verið sigursæll með Real Madrid og nú er spurningin hvor að sami verði uppi á teningnum í París. EPA-EFE/ANDY RAIN

Sergio Ramos hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en þetta staðfesti félagið í dag.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarnar vikur og mögulega mánuði en Ramos kemur til félagsins frá Real Madríd.

Á dögunum var tilkynnt að Ramos myndi ekki framlengja samning sinn við Madrídarliðið eftir áralanga veru hjá félaginu.

Hann brást meðal annars í grát á blaðamannafundinum er þetta var tilkynnt en nú hefur hann skrifað undi tveggja ára samning í París.

Ramos hafði leikið með Real frá árinu 2005 en þar áður lék hann með uppeldisfélaginu Sevilla.

PSG hefur verið öflugt á leikmannamarkaðnum en þeir hafa nælt meðal annars í Achraf Hakimi og Gini Wijnaldum.

Einnig er búist við að Gianluigi Donnarumma semji við félagið á næstu dögum, eftir Evrópumótið, þar sem hann og Ítalir eru komnir í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×