Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 12:31 Ungmenni spila fótbolta á götum Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim. Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim.
Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06