Útlendingastefna andskotans í skjóli Vinstri grænna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 8. júlí 2021 13:00 Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar