Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2021 20:56 María Karen Sigurðardóttir er deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur. sigurjón ólason Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“ Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“
Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00